13/08/2022

Elva María er Íslandsmeistari

Elva María er Íslandsmeistari

Elva María Jónsdóttir varð í dag Íslandsmeistari í golfi 12 ára og yngri.

Leikið var á Setbergsvelli 11.-13. ágúst. Elva María sigraði með átta högga mun og er vel að titlinum komin. Búin að æfa vel og framfarirnar miklar.

Í flokki 12 ára og yngri átti Keilir 3. og 4. sæti. Halldór Jóhannsson fékk bronsið og Máni Freyr Vigfússon varð í 4. sæti.

Keilir átti samtals 19 keppendur á mótinu en alls voru þeir 77.

Keilir óskar Elvu Maríu og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með titilinn.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin
  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi