Ákveðið hefur verið eftir talsverða umhugsun að halda ekki Bændaglímu í ár. Sóttvarnarlæknir hefur biðlað til fólks og samtaka að forðast óþarfa fjöldasamkomur og höfum við ákveðið að fara eftir þeim tilmælum.

Við hvetjum hópa og félagsmenn að setja upp sínar eigin Bændaglímur í smærra sniði og klára þannig golfsumarið. Hægt er að hafa samband við Brynju í veitingasölunni ef viðkomandi hópar vilja fá aðstöðu í golfskálanum og láta útbúa fyrir sig mat eftir golfhringinn.

Golfvellirnir verða samt áfram opnir og eru engin áform um að loka þeim á meðan veðrið er að leika með okkur.