Viltu mæta reglulega á golfæfingar undir handleiðslu kennara?

Keilir ætlar að bjóða aftur uppá reglulegar golfæfingar í vetur fyrir Keilisfélaga. Markmiðið er að aðstoða hinn almenna félagsmann við að byggja upp markvissari æfingar yfir veturinn og þar með betri undirbúning fyrir golftímabilið næsta sumar.Tímar verða einu sinni í viku undir handleiðslu Jóhanns Hjaltasonar og Sigurpáls Geirs Sveinssonar PGA golfkennara. Golfæfingarnar byrja í vikunni 18. – 25. nóvember og lýkur um miðjan mars , alls 15 skipti. Í hverjum hóp verða 7 – 8 einstaklingar.

Farið verður í alla þætti leiksins, pútt, vipp, há innáhögg, sveiflu og teighögg. Í tímunum fá nemendur æfingar til þess að vinna með ásamt því að fara í videogreiningu. Reynt verður að hafa kennsluna eins einstaklingsmiðaða og hægt er.

Eftirtaldir tímar verða í boði:

Mánudagar kl. 20:00 – 21:00 – Konur
Mánudagar kl. 21:00 – 22:00 – Almennur tími
Miðvikudagar kl. 20:00 – 21:00 – Almennur tími
Miðvikudagar kl. 21:00 – 22:00 – Almennur tími
Þriðjudaga kl. 12:00 – 13:00 – Almennur tími
Fimmtudagar kl 12:00 – 13:00 – Almennur tími

Einnig er mögulegt fyrir hópa að taka sig saman og óska eftir sérstökum tímum og verður reynt að koma á móts við slíkar óskir ef mögulegt er.

Lágmarksfjöldi í hóp eru 7 einstaklingar.

Verð er kr. 25.000 – Þátttakendur kaupa sjálfir bolta en í boði verður 20% afsláttur af Gull-, Demants- og Platínukortum.

Skráning og frekari upplýsingar eru hjá Jóhanni golfkennara: joi@keilir.is