Að gefnu tilefni viljum við ítreka að ekki eru gefin út ný félagsskírteini. Alveg eins og í fyrra viljum við biðja félagsmenn Keilis að nota sömu kort áfram. Á þeim er ekkert ártal eins og mynd af korti hér sýnir hér. Allir sem eiga bókaðan rástíma þurfa að renna korti sínu í gegnum mætingarskanna til að staðfesta mætingu. Þeir sem hafa glatað korti sínu og þurfa nýtt geta komið við á skrifstofu Keilis eða golfverslun Keilis og fengið nýtt kort. Einnig er hægt að senda e-mail á budin@keilir.is með nafni og kennitölu og við höfum kortið tilbúið næst þegar viðkomandi mætir á teig.

 

20170515_083705_HDR