17/07/2021

Flugeldasýning á Hvaleyrarvelli

Flugeldasýning á Hvaleyrarvelli

Kylfingar nýttu sér kjöraðstæður til að sýna fyrsta flokks golf á öðrum keppnisdegi í Hvaleyrarbikarnum sem leikinn er hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Mótið hófst á föstudag og lýkur á morgun sunnudag. Til keppni eru komnir flestir af bestu kylfingum landsins og er keppnin spennandi bæði í karla og kvennaflokki.

Í karlaflokki leiða Andri Már Óskarsson frá Golfklúbbi Selfoss og Axel Bóasson Keili á 5 höggum undir pari eftir tvo hringi. Fast á hæla þeirra koma Keilismennirnir Rúnar Arnórsson og nýkrýndur klúbbmeistari Keilis Daníel Ísak Steinarsson báðir á tveimur höggum undir pari. Lægsta skor dagsins í karlaflokki átti Andri Már Óskarsson en hann lék 18 holurnar á 66 höggum.

Í kvennaflokki leiðir Ragnhildur Kristinsdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur á einu höggi yfir pari, en Ragnhildur lék langbest á hringnum í dag í kvennaflokki og endaði hringinn á 69 höggum. Ragnhildur hefur fimm högga forystu á Örnu Rún Kristjánsdóttur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar fyrir lokahringinn.

Tveir kylfingar fóru holu í höggi á öðrum keppnisdegi, Daníel Ísak Steinarsson á fjórðu braut vallarins og Hekla Ingunn Daðadóttir á  fimmtándu braut.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði