29/12/2025

Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta

Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta

Einsog margir hafa tekið eftir þá eru framkvæmdir á milli 18 og 15 holu hjá okkur á Hvaleyrinni. Framkvæmdirnar voru kynntar á nýafstöðnum Aðalfundi sem var haldinn í byrjun desember. Unnið er að gerð landslags í karganum á milli brautanna og svo verða þrjár glompur settar hægra megin á 18. brautina í högglengd þeirra lengstu.

Markmið framkvæmdarinnar er:

  • Skilgreina betur upphafshöggið á 18. brautinni
  • Aðskilja betur brautir 18 og 15
  • Gera upphafshöggið á 18 braut erfiðara fyrir þá sem slá lengst

Eða einsog einn góður sagði hér uppí golfskála, það er verið að eyðileggja slæsið mitt á 15 og hookið á 18:)

Framkvæmdasvæðið er um 4000 m2 eða einsog hálfur fótboltavöllur.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær
  • 05/12/2025
    Stjórnarkjör Aðalfundur Keilis
  • 03/12/2025
    Aðalfundur Keilis 2025