Frá og með morgundeginum munu kylfingar taka eftir framkvæmdum við endurgerð 12. flatarinnar, verðandi 18. flöt samkvæmt plani Mackenzie og Ebert frá því 2013, smellið á þennan teksta til að kynna ykkur þá skýrslu.

Ekki verður mikil truflun á núverandi golfleik meðan á  framkvæmdunum stendur og verður núverandi 12. flöt áfram opin einsog áður. Kylfingar verða samt að hafa í huga að gönguleiðir frá 12 flöt og uppá 13 teig mun taka einhverjum breytingum meðan á framkvæmdum stendur. Gönguleiðir verða vel merktar og er gífurlega mikilvægt að kylfingar virði þær leiðir sem verða merktar hverju sinni og fari eftir fyrirmælum.

Jarðvinna er áætluð að taki um 3 vikur og ræktunartími um 11-13 mánuði.

Hér má sjá útlit og breytingar sem verða á flötinni með því að smella á þennan teksta