Síðastliðin mánudag hófust framkvæmdir við endurgerð seinni níu holanna á Hvaleyrarvelli. Fyrsta holan sem kláruð verður er 15. holan í nýju skipulagi, um 150 metra par 3 hola yfir víkina, er flötin staðsett beint fyrir aftan núverandi karlateig á 15. holu. Verklok eru áætluð í lok næstu viku, þá verða glompur kláraðar og vökvunarkerfi sett niður. Sáð verður í flötina vonandi á morgun föstudag og í teiginn og restina af brautinni í lok næstu viku. Búið er að gera verkáætlun fyrir þessar framkvæmdir og fyrir næstu ár og hljómar hún svona:

15 holan-haust 2012
13 holan-haust 2013
14 holan-haust 2014
18. flöt og teigar á 18 og 12 holu-haust 2015

Samkvæmt þessu gæti endurgerðar seinni níu holurnar á Hvaleyrarvelli opnað síðsumar árið 2016.

Hér má sjá teikningu af framtíðarskipulagi Hvaleyrarvallar. Smellið á mynd til að sjá stærri útgáfu.