Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
Þar sem að dagarnir styttast nú óðum ætlum við að breyta skráningarfyrirkomulagi okkar á rástímum frá og með mánudeginum 8. september til þess að koma til móts við okkar félaga þannig að sem flestir komast í golf.
Við ætlum að hafa þetta þannig að kylfingar skrá sig áfram á 18 holur fram eftir degi, en svo þegar líður á seinni part dags er hægt að bóka sig á annað hvort fyrri eða seinni 9.
Rástímaskráning mun líta þá svona út:
Hvaleyrarvöllur 18 holur. 06:30 – 14:45
Hraunið (fyrri 9) 15:00 – 21:50. Þeir kylfingar sem bóka sig á þessum tíma og vilja spila 18 holur þurfa þá að bóka sig á rástíma á 10. teig.
Hvaleyrin (seinni 9) 17:10 – 21:50.
Búið er að opna á allt haustið þannig kylfingar geta bókað sig þegar þeim lystir. Allir rástímar sem kylfingar eru nú þegar skráðir á halda sér. Við þetta þurfum við að fjölga hámarksbókunum. Mun hver og einn geta verið með 4 virkar bókanir á hverjum velli (Hvaleyrarvöllur 18 holur, Hraunið og Hvaleyrin).
Til þess að hrinda þessari aðgerð af stað þurfum við að loka fyrir rástímakerfið í dag, föstudaginn 5. September milli 10 og 11:30.
Er það okkar von að þetta verði til þess að enn fleiri Keilisfélagar geti notið þess að spila golf á Hvaleyrarvelli þegar tekur að hausta.