Dagana 10. til 13. febrúar  verður einn sá besti í púttfræðum staddur á landinu á vegum PGA á Íslandi.

Hann heitir Geoff Mangum og er sérfræðingur í púttum. Hann á og rekur heimasíðuna puttingzone.com. Til hans hafa margir frægir kylfingar leitað og beðið hann um aðstoð.

Mangum verður með námskeið fyrir íslenska golfkennara helgina 11.-12. febrúar í Hraunkotinu.

Fyrir áhugasama er hægt að fara í kennslu hjá honum mánudaginn 13. febrúar á milli kl. 9:00 og 17:00.

Skráning og aðrar upplýsingar veitir Karl Ómar íþróttastjóri Keilis á netfangið kalli@keilir.is eða í síma 863-1008