Um helgina lék Gísli Sveinbergsson á the Boilermaker Invitational með háskólaliðinu Kent State. Hann lék síðustu tvo hringina frábærlega eða á 68 (-4) og 69 (-3) eftir að hafa farið fyrsta hringinn á 78 höggum (+6). Gísli endaði mótið á -1 og endaði í 10. sæti í einstaklingskeppninni.

Kent State skólinn endaði í fjórða sæti.

Bjarki Pétursson var einnig í liðinu og lék á 75, 76 og 73 eða á 8 höggum yfir pari.

Næsta mót hjá þeim félögum er Mid-American Conference 28.-30. apríl í Ohio.