Evrópumót áhugamanna í golfi fer fram dagana 3-6. ágúst í Eistlandi. Spilað verður hjá Estonian golfklúbbnum sem er staðsettur um 20 mín frá Tallinn. Gísli Sveinbergsson og Rúnar Arnórsson eru meðal keppenda í þessa sterka móti. Sergio Garcia og Rory Mcilroy hafa báðir unnið þetta mót sem segir allt um styrkleika mótsins. Leiknar verða 72 holur og gaman verður að sjá hvernig okkar strákar standa sig. Auk Gísla og Rúnars munu 3 aðrir íslenskir kylfingar leika í mótinu.  En það eru þeir Andri Þór Björnsson (GR),  Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) og Haraldur Franklín Magnús (GR). Við óskum þeim öllum góðs gengis á þessu sterka móti. Hér fyrir neðan eru svo nokkrar myndir af þessum glæsilega golfvelli.

e02 e03 e04 e05 e06