12/12/2024

Gjafabréf í jólapakkann

Gjafabréf í jólapakkann

Vantar þig sniðuga jólagjöf fyrir golfarann? Hjá Golfklúbbnum Keili færðu gjafabréf af ýmsum toga sem hentar einstaklega vel í jólapakkann.

 

Hermir:

Nú getur þú keypt gjafabréf í golfhermana í Hraunkoti á netinu. Hægt er að skoða gjafabréfin inn á https://boka.keilir.is/verslun/.

Boltakort á æfingasvæði:

Boltakortin sívinsælu eru alltaf góð gjöf fyrir golfarann sem ætlar að bæta sveifluna í vetur.
Hægt er að kaupa boltakort að frjálsri upphæð. Vinsamlegast sendið tölvupóst á vikar@keilir.is fyrir nánari upplýsingar.

Veitingastaður Keilis:

Tilvalin gjöf sem mun koma sér að góðum notum næsta sumar. Gjafabréfin eru einföld í notkun og gildir sem inneign á veitingastaðinn í golfskála Keilis. Hægt er að kaupa gjafabréfin rafrænt inn á https://takeaway.dineout.is/keilir/order?giftcard=true&lng=is

Golf + matur:

Hvað er betra en að fá golfhring á Hvaleyrarvöll og mat eftirá í jólagjöf?
Núna er hægt að kaupa gjafabréf sem inniheldur hring/i á Hvaleyrarvöll og inneign á veitingastaðinn í golfskálanum. Þú ræður hversu marga golfhringi og einnig hversu háa upphæð á veitingastaðnum þú vilt gefa. Vinsamlegast sendið tölvupóst á vikar@keilir.is fyrir nánari upplýsingar.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 18/08/2025
    Úrslit úr Opna Icewear Kvennamóti Keilis
  • 16/08/2025
    Keilir – þvílíkur völlur og þvílíkt mótahald.