Golfleikjaskólinn er fyrir allar stelpur og stráka á aldrinum 5 – 8 ára og 9 – 12 ára

Markmið skólans er að fyrstu kynni af golfi eru jákvæð  og það er gaman að leika golf 

– farið er í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum til upphafshögga
– leiknar eru nokkrar golfholur á golfvelli
– kennsla er gjarnan í formi þrauta og golfleikja
– áhersla er á að kynna helstu golfsiði og golfreglur fyrir krökkunum

Dagsetningar í sumar: 

1. 11. – 15. júní Fimm dagar (mán. til föst.) 14.000 kr.-
2. 18. – 22. júní Fimm dagar (mán. til föst.) 14.000 kr.-
3. 25. – 29. júní Fimm dagar (mán. til föst.) 14.000 kr.-
4. 2. – 6. júlí Fimm dagar (mán. til föst.) 14.000 kr.-
5. 16. – 19. júlí Fjórir dagar (mán. til fim.) 11.000 kr.-
6. 30. júlí – 3. ágúst Fimm dagar (mán. til föst.) 14.000 kr.-
7. 13. – 15. ágúst Þrír dagar (mán. til mið.) 8.500 kr.-

Hægt er að velja um að vera á námskeiði frá kl. 9:00-11:30 eða kl. 13:00 -15:30.
Í boði er að fá lánaðan U.S.Kids Golf útbúnað meðan á námskeiði stendur.

Allir eiga að mæta með hollt og gott nesti.

Golfleikjanámskeiðin kosta 14.000 kr.- fyrir fimm daga.
Veittur er 20% systkinaafsláttur og einnig ef viðkomandi sækir fleiri en eitt námskeið.
Umsjón með golfleikjaskólanum hefur Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri Keilis og veitir hann allar nánari upplýsingar á netfangið kalli@keilir.is

Námskeiðum lýkur með pylsuveislu og afhendingu viðurkenningarskjals frá Keili.

Skráning hefst 10. maí 2018. Skráning fer fram rafrænt á skráningarformi með að smella hér.
Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna inn á keilir.is.