Guðrún Brá Björgvinsdóttir er Íslandsmeistari í holukeppni í golfi. Mótið fór fram í Vestmannaeyjum um helgina.

Það voru fjórir kylfingar frá Keili sem að komust í undanúrslitin. Það voru þær Hafdís Jóhannsdóttir, Anna Sólveig Snorradóttir, Helga Kristín Einarsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Leiknar voru 26 holur í úrslitaviðureignunum og sigraði Guðrún hana Helgu Kristínu 3-2.

Í leik um þriðja sætið vann Anna Sólveig stöllu sína hana Hafdísi 5-4.

Golfklúbburinn Keilir óskar stelpunum til hamingju með árangurinn.