17/05/2021

Guðrún Brá með sigur ÍSAM mótinu

Guðrún Brá með sigur ÍSAM mótinu

Eftir æsispennandi keppni og bráðabana hafði Guðrún Brá Björgvinsdóttir betur gegn Ragnhildi Kristinsdóttur GR.

ÍSAM mótið er fyrsta stigamót ársins á GSÍ mótaröðinni. Guðrún lék hringina þrjá á 73-71 og 70 eða tveimur höggum undir pari. Fyrir síðustu 9 holurnar átti Ragnhildur átta högg á Guðrúnu en með mikillri þrautseigju og glæsilegri spilamennsku nái Guðrún að jafna við Ragnhildi og knúði síðan fram sigur í bráðabana.

Í karlaflokki sigraði Hákon Örn Magnússon frá GR. Lék hann á sex höggum undir pari. Bestur meðal Keiliskylfinga var Daníel Ísak Steinarsson á tveimur höggum yfir pari og endaði hann í 8. sæti.

Næsta mót á GSÍ mótaröðinni B 59 hótel mótið, verður um næstu helgi. Leikið verður á Garðavelli á Akranesi.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag