Síðastliðinn föstudag var hið árlega golfmót Hauka haldið og voru 109 Haukamenn sem tóku þátt í mótinu. Mótið gekk frábærlega og var veður fínt. Einn heppinn keppandi, Egill Strange, var svo heppinn að fara holu í höggi á 4 braut vallarins. Keppt var um Rauða jakkann (flestir punktar), Gula boltann (flestir punktar í öldungaflokki, 55 ára eða eldri á árinu) og Haukaskjöldinn (besta skor). Engin verðalaunaafhending var haldin í ár vegna COVID-19. Golfklúbburinn Keilir og Haukar þakka öllum kærlega fyrir stuðninginn og skemmtilegt mót. Úrslit úr mótinu eru eftirfarandi:

Haukaskjöldurinn: Haukur Jónsson 71 högg

Rauði jakkinn: Björn Þorfinnsson 42 punktar

Guli boltinn: Ragnheiður Ríkharðsdóttir 39 punktar

Næstur holu 4: Egill Strange 0,0m(hola í höggi)

Næstur holu 6: Kristjana Arnbjörndóttir 2,34m

Næstur holu 10: Jón Ingi Jóhannesson 1,26m

Næstur holu 15: Þorlákur Kjartansson 1,60m

Haft verður samband við verðlaunahafa.