Henning Darri gerði sér lítið fyrir og sigraði Global Junior Golf mótið sem haldið var á Jaðarsvelli á Akureyri. Henning Darri spilaði á 70 höggum eða einn undir í dag. Hrikalega flott spilamennska hjá pilti alla dagana 69-69-70 eða -5 undir í heildina. Vikar Jónsson spilaði á 78-73-72 og endaði í 3-6 sæti og einnig Andri Páll Ásgeirsson 76-70-77. Daníel Ísak Steinarsson 75-84-76 og Birgir Björn Magnússon 76-80-79 enduðu í 16-21. sæti í mótinu. Fyrir sigurinn fær Henning  þátttökurétt á gríðarsterku móti í Bandaríkjunum í vetur þegar lokamótið á Global Junior Golf mótaröðinni fer fram. Mótið heitir Greg Norman Academy Junior Invitational. Við óskum Henning Darra til hamingju með sigurinn.