Hvaleyrarvöllur lokar
Hvaleyrarvöllur lokar
Þá er komið að því að Hvaleyrarvöllur lokar þetta árið. Vallarstarfsmenn eru nú í óða önn að undirbúa völlinn fyrir veturinn, verið er að blása úr vökvunarkerfinu og allar flatir verða gataðar á næstu dögum.
Því miður er frost í kortunum í langtímaspánni og er því eina skynsamlega í stöðunni að bregðast við því með lokun á Hvaleyrarvelli. Lokunin tekur gildi á morgun miðvikudag.
Sveinskotsvöllur verður eitthvað áfram opin á vetrarteiga og fljótlega verðu sett á vetrarflatir.
Haukur, Rúnar og Ingibergur vallarstjórarnir okkar þakka fyrir virkilega skemmtilegt sumar og vonandi nutu allir vallanna okkar á árinu sem sennilega hafa aldrei verið í eins góðu standi og núna í ár.