16/12/2023

Jólapakkapúttmót íþróttastarfs Keilis

Jólapakkapúttmót íþróttastarfs Keilis

Í dag var jólapakkapúttmót íþróttastarfs Keilis haldið í Hraunkoti.

Mæting var frábær og mættu yfir 50 börn og ungmenni á bilinu frá kl. 10:00 til 12:00. Auk þess mættu foreldrar, systkini, afar og ömmur til að pútta og prófa að slá í golfhermnum.

Í boði var djús og kaffi og smákökur og allt undir dúndrandi jólalögum.

Allir iðkendur Keilis sem að mættu áttu að mæta með jólapakka að andvirði 500-1500 kr.- Eftir að vera búin með sín verkefni átti hver og einn að velja sér jólapakka.

 

Golfteymi Keilis óskar öllum iðkendum í starfinu gleðilegra jóla. Íþróttastarf Keilis er farið í jólafrí en að sjálfsögðu verður hægt að mæta í Hraunkotið og æfa sig allan daginn.

Golfæfingar hefjast aftur á nýju ári. Nánar um það síðar.

Kalli íþróttastjóri Keilis

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði