Kvennasveit Golfklúbbsins Keilis sigraði í flokki eldri kylfinga á Íslandsmóti golfklúbba skipuð konum 50 ára og eldri. Þær sigruðu sveit GKG í úrslitaleik með 3,5 vinningi á móti 1,5 vinningi.

Leikið var í Vestamanneyjum um helgina og var lið Keilis  skipað þannig:

Anna Snædís Sigmarsdóttir, Helga Gunnarsdóttir, Hulda Soffía Hermannsdóttir, Kristjana Aradóttir, Kristín Pétursdóttir, Kristín Sigurbergsdóttir, Margrét Sigmundsdóttir, Margrét Berg Theódórsdóttir og Þórdís Gísladóttir sem einnig var liðstjóri.

 

Karlasveit Keilis lék í Sandgerði og gerðu þeir sér lítið fyrir og sigruðu deildina og leika á 1. deild að ári.

Sveitin var þannig skipuð: Frans Páll Sigurðsson, Gunnari Þór Halldórsson,  Ívar Örn  Arnarsson, Jón Erling Ragnarsson, Magnús Pálsson, Páll Arnar Erlingsson,  Kristján V. Kristjánsson, Jóhann Sigurbergsson og Guðbjörn Ólafsson  sem einnig var liðstjóri.