16/08/2025

Keilir – þvílíkur völlur og þvílíkt mótahald.

Keilir – þvílíkur völlur og þvílíkt mótahald.

Þau hafa verið ótal hrósin sem ég hef fengið fyrir okkar æðislega völl og frábæru framkvæmd á Íslandsmótinu.
Keilir, félagið okkar, hefur stækkað um nokkur númer við þessa samvinnu sem við höfum sýnt í þessu mótahaldi. Það hefur verið einstaklega gaman að vinna með öllum óeigingjörnu sjálfboðaliðunun og starfsfólkinu okkar að þessu stærsta verkefni golfsamfélagsins þetta árið. Við getum verið afskaplega stolt af okkar framlagi.
Við getum verið afskaplega stolt af okkar bestu kylfingum sem stóðu sig með mikilli prýði. Við eigum 4 kylfinga í topp 12 sætunum hjá körlum og Axel Bóasson nældi í annað sætið. Kvenna megin vann Guðrún Brá eftir umspil og 4 konur eru í topp 18 sætum.
Nú er komið að okkur, félögum Keilis, að fá völlinn okkar til baka og vonast ég að sem flest fái tækifæri til að spila næstu daga, okkar bíður einhver besti golfvöllur sem sést hefur hér á landi.
Njótið og góðar stundir.
Fyrir hönd stjórnar. Guðmundur Óskarsson formaður Keilis.
Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 27/07/2025
    Úrslit úr Opna 66° Norður
  • 26/07/2025
    Kvennalið Keilis Íslandsmeistari
  • 24/07/2025
    Opnanir og lokanir á næstunni vegna Íslandsmótsins í golfi
  • 21/07/2025
    Okkur vantar ykkar hjálp
  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin