Um helgina lauk opna sænska meistaramótinu í golfi. Leikið var á golfvellinum í Kalmar í Svíþjóð.

Golfsamtök fatlaðra á Íslandi sendi þrjá þátttakendur sem heita Elín Fanney Ólafsdóttir, Þóra María Fransdóttir og Sveinbjörn Guðmundsson sem öll eru félagar í Keili.

Þau stóðu sig frábærlega á mótinu og komu heim með tvö gull og eitt brons. Elín Fanney og Sveinbjörn unnu sína flokka og Þóra María varð í 3. sæti.

Keilir óskar Elínu, Þóru og Sveinbirni innilega til hamingju með árangurinn