Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
Evrópumót golfklúbba í kvennaflokki hófst í dag. Mótið fer fram á Green Resort Hrubá Borša golfvellinum í Slóvakíu dagana 2.-4. október.
Golfklúbburinn Keilir fær þann heiður að taka þátt í mótinu fyrir sigur á Íslandsmóti Golfklúbba í fyrstu deild.
Fjóla Margrét, Anna Sólveig og Elva María taka þátt í mótinu fyrir hönd Keilis. Með þeim er reynsluboltinn og ríkjandi íslandsmeistari í höggleik Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Það verður spennandi að fylgjast með stelpunum okkar yfir næstu daga. Hægt er að skoða stöðuna hér.