07/11/2024

Kveðja frá Veitingasölunni

Kveðja frá Veitingasölunni

Nú er veturinn genginn í garð á okkar fallega landi og veitingasölunni formlega lokað.

Nú er annað sumarið hjá okkur í veitingasölunni liðið og langar okkur að þakka ykkur kæru kylfingar fyrir frábærar móttökur í sumar og takk fyrir að taka vel í það sem við erum að gera.

Við höldum ótrauð áfram að þróa veitingasöluna okkar og erum þakklát fyrir öll hrós og ábendingar sem koma.

Takk fyrir okkur, þið eruð búin að vera dásamleg og hvetjandi. Hlökkum til að hitta ykkur aftur á næsta ári.

Kærar kveðjur,
Hrefna Helgadóttir,
Veitingasala Keilis.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag