Rétt í þessu var kvennalið Keilis að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í golfi í 1. deild kvenna sem fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Þær unnu feykisterkt lið Golfklúbbs Reykjavíkur í úrslitaleiknum 3-2. Við óskum Keiliskonum innilega til hamingju með frábæran árangur.
