Hópur keppniskylfinga frá GK er staddur á La Sella golfsvæðinu á Alicante á Spáni.

Hópurinn hélt utan 29. mars og dvelur til 7. apríl við leik og æfingar við góðar aðstæður.

Um 40 kylfingar eru með í ferðinni auk tveggja þjálfara. Veðurspáin er mjög góð næstu daga, 24 stiga hiti þannig að tíminn verður nýttur vel til þess að leika og æfa golf.