14/05/2025

Kynning á kvennastarfi Keilis

Kynning á kvennastarfi Keilis

Innan Golfklúbbsins Keilis er öflugt og fjölbreytt kvennastarf sem stýrt er af sex frábærum konum í kvennanefnd klúbbsins. Markmið starfsins er að efla samveru, keppnisgleði og félagsskap kvenna innan klúbbsins.

Árlega er haldin púttmótaröð í upphafi árs sem samanstendur af átta mótum. Yfir sumarið fer fram miðvikudagsmótaröð með tíu mótum, þar sem flokkaskipting er eftir forgjöf á Hvaleyrarvelli og Sveinskotsvelli. Í báðum mótaröðunum telur meðaltal fjögurra bestu hringja til úrslita. Að þeim loknum eru haldin skemmtileg lokahóf.

Árlega er einnig vinkonumót Keilis og vinaklúbbs. Í fyrra var það við GR en þetta árið verður það við Odd. Vinkonumótið er tveggja daga mót þar sem leikið er á sitthvorum vellinum og bæði liðakeppni og einstaklingskeppni fara fram. Mótinu lýkur með kvöldverði og verðlaunaafhendingu.

Í ágúst ár hvert er einnig opið kvennamót þar sem yfir 160 konur víðs vegar að af landinu taka þátt og njóta. Segja má að þetta mót sé með glæsilegri kvennamótum landsins.

Meðal hápunkta starfsins er árleg haustferðin þar sem farið er út fyrir höfuðborgarsvæðið, gist á hóteli og leikin skemmtileg liðakeppni ásamt punktakeppni einstaklinga. Kvöldverður og verðlaunaafhending setja punktinn yfir i-ið.

Allar frekari upplýsingar má finna á Facebook-síðunni Kvennastarf Keilis. Við hvetjum allar konur í Keili til þátttöku, nýjar sem reyndar.

Fyrir hönd kvennanefndar Keilis,
Rósa Lyng Svavarsdóttir, Formaður kvennanefndar

 

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/05/2025
    Sumarið er komið
  • 09/05/2025
    Breytingar á vallarmörkum við 1. braut
  • 09/05/2025
    Nú byrjar ballið á Hvaleyrarvelli
  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast