Þá er komið að lokamótunum í Innanfélagsmótaröð Keilis 2019. Áttunda mótið er á morgun, 9 mótið síðan á n.k miðvikudag og lokamótið fer fram sunnudaginn 18. ágúst. Er þú í sjéns? Smellið á tekstan til að sjá stöðuna í mótaröðinni.

Einungis 4 mót telja í lokin, þannig að það er ennþá sjéns að vinna sér golfferð til Póllands núna í lok ágúst.

Í allt sumar höfum við verið í samstarfi með Veitingastaðnum RIF sem staðsettur er í verslunarmiðstöðinni Firði, þau ætla að bjóða öllum keppendum uppá einn drykk á veitingastaðnum með hverju þátttökugjaldi. Allir þátttakendur fá gjafabréf frá RIfi við greiðslu mótsgjalds.

Ennþá sama lága þáttökugjaldið 1000 krónur.

Góða skemmtun!