Nú í morgunsárið lagði fyrsti ráshópurinn í Meistaramóti Keilis 2012 af stað. Morgunblíðan heilsaði þeim Högnu Knútsdóttur, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur og Önnu Sólveigu Snorradóttur. Enn það var Anna Sólveig sem sló fyrsta höggið í Meistaramóti Keilis þetta árið. Samkvæmt hefð voru það fulltúar mótsnefndar sem fylgdu þeim úr hlaði, enn hún er skipuð þeim Bergsteini Hjörleifssyni, Guðmundi Haraldssyni, Ólafi Þór Ágústssyni, Ágúst Húbertssyni, Hilmari Guðjónssyni og Herði Geirssyni. Skráning er mjög góð í mótið enn henni lýkur fyrir þá hópa sem byrja á miðvikudag á morgun Mánudag. Þá er bara að vona að veðurguðirnir verði áfram okkur hliðhollir og óskum við öllum keppendum góðsgengis í komandi viku.