Meistaramótsvikan hafin
Meistaramótsvikan hafin
Þá er golfmaraþonið hafið hjá okkur í golfklúbbnum Keili. Það var 4. flokkur karla sem hóf hátíðina nú í morgunsárið. Í fyrsta ráshóp voru þeir Helgi Þór Hafsteinsson og Jón Arnar Guðmundsson sem hófu leikinn. Um 360 keppendur eru skráðir til leiks og munu berjast við Hvaleyrarvöll þessa vikuna. Við vonum að allir skemmti sér vel og láti gleðina ráða ríkjum. Gangi öllum vel!