Hafnar eru framkvæmdir við sjálfvirkt vökvunarkerfi á Sveinskotsvelli. Stefnt er að því að í Sveinskotsvöll verði komið alsjálfvirkt vökvunarkerfi fyrir næsta vor. Mun þetta hafa mikil og góð áhrif á gæði vallarins, sérstaklega á teigum sem hafa átt undir högg að sækja vegna vatnsskorts síðustu ár.

Verkefnið er mjög stórt og viðamikið, verða því smávægilegar truflanir á golfleik á Sveinskotsvelli næstu vikurnar.