14/09/2023

Mótaröð 65+ kylfinga lokið þetta árið

Mótaröð 65+ kylfinga lokið þetta árið

7 móta röð Keilisfélaga 65 ára og eldri árið 2023 lauk með síðasta mótinu og lokahófi fimmtudaginn 7. september.
Mótin eru punktamót án hámarksforgjafar og safna 10 efstu kylfingar, karla og kvenna, hvers móts stigum og telja fjögur flestu stig hvers leikmanns til úrslita.
92 kylfingar léku 274 hringi á mótaröðinni í sumar. Til samanburðar léku 74 kylfingar 226 hringi árið 2022.
Leikin voru tvö vinamót við jafnaldra í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG), annað á Leirdalsvelli og hitt á Hvaleyrarvelli.
Leikið var um farandbikar, sem Keilir gaf til vinamótanna og sigraði GKG í sumar og varðveitir því farandbikarinn í eitt ár.

Úrslit mótaraðar Keilisfélaga 2023 urðu sem hér segir:

  1. sæti konur: Guðrún Halldórsdóttir, 350 stig
  2. sæti karlar: Haraldur Örn Pálsson, 300 stig
  3. sæti konur: Erla Aradóttir, 330 stig
  4. sæti karlar: Stefán Jónsson, 280 stig
  5. sæti konur: Sigrún B. Magnúsdóttir, 260 stig
  6. sæti karlar: Helgi Guðmundsson, 220 stig / 100
  7. sæti konur: Edda Jónasdóttir, 230 stig
  8. sæti Karlar: Sigurgeir Marteinsson, 220 stig / 80
  9. sæti konur: Guðrún Steinsdóttir, 180 stig
  10. sæti karlar: Þórir Gíslason, 190 stig

Starfshópur um mótaröðina þakkar Keilisfélögum fyrir áhuga og þátttökuna og vonar að næsta sumar verði jafn skemmtilegt.
Már Sveinbjörnsson, Lucinda Grímsdóttir, Björk Ingvarsdóttir, Erna Jónsdóttir,  Gunnar Hjaltalín. Fyrir næsta ár bætist Þórir Gíslason í hópinn.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna
  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 18/08/2025
    Úrslit úr Opna Icewear Kvennamóti Keilis