Þá er mótaskráin kominn á netið og geta félagsmenn kynnt sér hvað verður á boðstólnum í sumar, við vekjum athygli á því að kvennamótaröðin og fleiri mót munu ekki hafa frátekna rástíma á þeim dögum sem þau mót eru auglýst. Geta því allir félagsmenn skráð sig á rástíma á þeim dögum sem þau eru auglýst á.

Einnig ætlum við að kynna tvær smávægilegar breytingar sem verða gerða á vellinum í sumar, ein þeirra lýtur að flokkunar á rusli á vellinum og hin varðar lengdarmælingar sem hafa verið á golfvellinum. Sjá nánar um það neðar í þessari frétt.

Ruslafötur hafa hingað til verið á við og dreif um golfvöllinn, það hefur gert okkur erfitt fyrir við flokkun úrgangs sem fellur til á golfvöllunum. Í sumar munum við fækka ruslafötum umtalsvert og í stað þeirra koma flokkunarstöðvar. Flokkunarstöðvar verða tvær fyrir hverjar níu holur á völlunum okkar, einnig við golfskálann. Jafnt á Hvaleyrarvelli sem og Sveinskotsvelli. Við biðlum til félagsmanna að taka vel í þessa breytingu og hjálpa okkur við að uppfylla þær kröfur sem eru gerðar til okkar við flokkun á rusli. Í hrauninu munu flokkunarstöðvarnar verða staðsettar á gatnamótum við 1.flöt og við 5. teig. Svo á 10.- 13.- og 16. teig á Hvaleyrinni. Á Sveinskotsvelli verða flokkunarstöðvar á 1. og 8. teig.

Lengdarmerkingar á golfvellinum taka breytingum í sumar, við munum hætta að notast við fjarlægðarhæla og í stað þess lengdarmerkja hvern einasta úðahaus á vellinum (sjá mynd). Á hverri braut eru um 5-16 úðahausar og eru þeir ávallt staðsettir á miðri braut og í beinni línu. Auðvelt verður því fyrir kylfinga að sjá lengdir að flöt frá úðurunum.