29/06/2022

Nú ætlum við að hvetja félagsmenn til að nostra við brautir á Hvaleyrarvelli og Sveinskotsvelli.

Nú ætlum við að hvetja félagsmenn til að nostra við brautir á Hvaleyrarvelli og Sveinskotsvelli.

Hjálpumst að við að gera golfvellina okkar snyrtilegri!

Keilir ætlar að fara að fordæmi nágranna golfklúbba og kynna til leiks og láta reyna á verkefnið “Braut í fóstur”

Þetta er svo sem ekki flókið verkefni, við förum þess á leit við félagsmenn að þeir taki brautir í fóstur og hjálpi okkur við að halda þeim í sem bestu ásigkomulagi hverju sinni.

Það er ekkert launungamál að boltaför, torfusneplar og smárusl eiga það til að sleppa framhjá starfsfólki og gestum golfvallanna. Upphafsstafur í fornafni þínu segir til um hvaða braut við biðjum þig að taka í fóstur, sjá töflu hér að neðan. Viðkomandi braut sinnir þú umfram venjubundna góða umgengni á öðrum brautum. Vinsamlegast hefðu eftirfarandi í huga á þinni braut:

  • Leita að boltaförum og gera við þau
  • Hafa augun opin gagnvart torfusneplum sem þarf að leggja aftur í farið sitt
  • Týna upp lauslegt rusl og koma því í næstu rusl flokkunarstöð
  • Henda brotnum tíum á teig í tíkassana
  • Hafa eftirlit með þeim glompum sem eru á brautinni, eru þær eins og þú vilt koma að þeim?

Við ætlum að styðjast við stafrófið til að ákveða hvaða braut verður þín . Upphafstafurinn í nafni þínu ákvarðar hvaða braut þú sinnir sérstaklega ef þér hugnast að taka þátt í þessu verkefni með okkur.

Vonandi verða viðtökurnar góðar og vellirnir okkar snyrtilegri og betri að spila fyrir vikið.

Með fyrirfram þökk og kærri kveðju,
Starfsfólk og stjórn Keilis

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin
  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi