09/05/2025

Nú byrjar ballið á Hvaleyrarvelli

Nú byrjar ballið á Hvaleyrarvelli

Hvaleyrarvöllur opnar á morgun, laugardaginn 10 maí með hinu árlega Hreinsunarmóti.

Eins og hefðin segir til um fá þeir sem tóku þátt í að taka til með okkur á Hreinsunardeginum réttinn til að spila í Hreinsunarmótinu.

Sunnudaginn 11. maí opnar svo Hvaleyrarvöllur fyrir hefðbundinn golfleik.

Ástandið á vellinum er heilt yfir ágætt. Fyrstu þrjár brautirnar fóru illa í vor þegar sjór gekk yfir sjávargarðinn og salt lagðist yfir grasið.

Við munum því miður ekki ná að opna inn á aðra flötina alveg strax, heldur leyfum henni að ná sér betur á strik.

Því verður spilað inn á tímabundna flöt sem staðsett verður um 30 metra fyrir framan hina hefðbundnu flöt.

Starfsmenn vallarins eru búnir að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma flötinni af stað en svo verður tíminn að leiða í ljós hvenær við getum opnað inn á hana.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 18/08/2025
    Úrslit úr Opna Icewear Kvennamóti Keilis
  • 16/08/2025
    Keilir – þvílíkur völlur og þvílíkt mótahald.
  • 27/07/2025
    Úrslit úr Opna 66° Norður