07/09/2021

Nýjar skráningarreglur á rástíma

Nýjar skráningarreglur á rástíma

Þar sem það er farið að dimma snemma á kvöldin ætlum við að breyta bókunarkerfinu okkar á rástímum frá og með mánudeginum 13. september til þess að koma til móts við okkar félaga þannig að sem flestir komast í golf.

Hægt verður að bóka sig á 9 holur og þá bæði á 1. og 10. teig

Rástímaskráning mun líta þá svona út:

Keilir Haust – Hraunið (fyrri 9) 07:00 – 21:50 Þeir kylfingar sem bóka sig á þessum tíma og vilja spila 18 holur þurfa þá að bóka sig á rástíma á 10. teig 
Keilir Haust – Hvaleyrin (seinni 9) 07:00 – 21:50

Er það okkar von að þetta verði til þess að enn fleiri Keilisfélagar geti notið þess að spila golf á Hvaleyrarvelli nú á haustmánuðum.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag