Þrjár stúlkur úr Keili, Anna Sólveig Snorradóttir, Hafdís Alda Jóhannsdóttir og Sara Margrét Hinriksdóttir tóku um helgina þátt í Opna Írska stúlknamótinu (IRISH GIRLS’ U18 OPEN STROKEPLAY CHAMPIONSHIP) sem haldið var á Roganstown vellinum í nágrenni Dublin. Mótið er góður undirbúningur fyrir átök sumarsins og segja má að þetta sé orðinn árviss atburður hjá GK stúlkum þar sem í fyrra tóku sex stúlkur þátt í þessu sama móti.

Leikinn var höggleikur, 36 holur á laugardegi, og komust 50 keppendur áfram í lokaumferð á sunnudegi en einnig töldu skorin í liðakeppni.

Anna Sólveig og Sara Margrét komust gegnum niðurskurð og luku keppni í 14. og 25. sæti og Hafdís Alda, sem stóð sig með prýði, fer örugglega reynslunni ríkari í mótið næsta vor.

Í liðakeppni var sveit GK í áttunda sæti af tólf sveitum skráðum til leiks og höfðu meðal annars betur gegn sveit stúlkna frá GKG og B sveit Svía.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.

Mynd sem fylgir frétt er frá hópnum sem fór á Írska stúlknamótið í fyrra