Þá er spenningurinn fyrir opnun komin í hámark og eftir ítarlega skoðun eru starfsmenn og stjórn kominn að niðurstöðu um opnun Hvaleyrarvallar þetta árið.

Völlurinn verður opnaður fyrir rástímapantanir mánudaginn 9. maí. Hin árlegi Hreinsunardagur mun fara fram laugardaginn 7. maí kl 09:00 og mót leikið á sunnudeginum 8. maí með rástímum frá klukkan 09:00. Þeir sem taka þátt í Hreinsunardeginum hafa þáttökurétt í mótinu sem fer fram 8. maí.

Völlurinn hefur sjaldan komið jafn vel undan vetri enn ennþá eru þónokkrar brautir mjög blautar. Það er samhljóma álit starfsmanna að betra sé að bíða eftir því að brautirnar jafni sig til að hægt verði að komast í vegfyrir óafturkræfar skemmdir á þeim. Nokkrir dagar munu skipta miklu máli fyrir þessar brautir.

Veitingasala Keilis opnar n.k laugardag og verður svokölluð léttopnun í gangi eða frá 08:00-16:00 alla daga vikunnar þangað til Hvaleyrarvöllur opnar að fullu. Enn þá tekur við venjulegur sumaropnunartími Tilvalið fyrir félagsmenn og gesti að koma og skoða nýja matseðilinn og smakka á nýjum og spennandi réttum.

Vipp og púttsvæðið fyrir aftan Hraunkot opnar fyrir helgina og viljum við minna á að svæðið er einungis fyrir stutt vipp og pútt. Svæðið er mjög viðkvæmt svona til að byrja með og biðlum við til félagsmenna og gesta að ganga vel um það.

Reglur um rástímapantanir verða þær sömu og síðustu ár og geta félagsmenn pantað með 6 daga fyrirvara og haft fjórar virkar bókanir í kerfinu opnar.

Gleðilegt sumar og góða skemmtun