Þá er skráningu í Meistaramót Keilis lokið. Alls erum um 360 manns skráðir í mótið í ár. Rástímar fyrir sunnudaginn eru komnir á golf.is og má nálgast þá hér. Skráningafrestur fyrir flokkana sem byrja á miðvikudag hefur verið framlengdur til mánudagsins 2. júlí, enn þá verða kylfingar að skrá sig í golfversluninni þar sem lokað hefur verið fyrir skráningu í gegnum golf.is. Rástímar fyrir miðvikudaginn verða svo birtir strax á þriðjudagsmorguninn. Meistaramótsnefnd Keilis óskar öllum keppendum góðs gengis í mótinu.