29/09/2025

Skert þjónusta í golfskálanum

Skert þjónusta í golfskálanum

Nú styttist heldur betur í annan enda golftímabilsins 2025. Óhjákvæmilega verðum við að minnka suma af þeirri þjónustu sem gestir og félagsmenn eru vanir.

Golfverslunin verður áfram opin samhliða skrifstofunni milli 8:00 og 16:00 á virkum dögum, því er ennþá hægt að versla varning á þeim tíma. Því miður getum við ekki leyft golfbíla eins og staðan er núna og er útlit fyrir að það verði þannig það sem eftir lifir golftímabilsins.

Veitingasalan er ennþá opin frá 9:00 til 15:00 alla daga vikunnar áður en annað verður ákveðið.

Engin áform liggja fyrir enn sem komið er um lokun valla en við biðjum alla um að fylgjast vel með ef um einhverjar lokanir eru að ræða. Tilkynningar verða settar inn í rástímabókun á Golfbox og facebook síðu klúbbsins.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag
  • 16/09/2025
    Úrslit ráðin í Bikarkeppni Keilis
  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna