Áætlað er að byrja Hreinsunardaginn klukkan 10:00 og vinna til 13:00 n.k laugardag, að loknu hreinsunarstarfi verður boðið uppá gúllassúpu í golfskálanum.

Mótið fyrir þá sem taka þátt í Hreinsunardeginum verður síðan haldið á sunnudagsmorgun og ræst út frá klukkan 10:00. Þátttakendur geta skráð sig í golfversluninni í mótið eftir hreinsunina og fengið rástíma á sunnudeginum.

Hvaleyrarvöllur verður svo formlega opnaður fyrir venjulegt golfspil mánudaginn 10. maí. Rástímaskráning hófst síðastliðið þriðjudagskvöld klukkan 20:00.

Þeir sem ekki komast á laugardaginn geta unnið afmörkuð verk þangað til, sérstaklega við að hreinsa rusl á þeim tíma sem hentar fólki í aðdraganda dagsins. Hægt er að hafa samband við skrifstofu til að vinna verkin í eigin tíma.

Í dag er í tísku að plokka, við Keilisfólk höfum stundað það að plokka á hverju vori í fjölda ára.

Þökkum við kærlega fyrir áhuga félagsmanna og metnað ykkar fyrir vellinum okkar.

Þeir sem kjósa að tína rusl skipta með sér 3 brautum og fara út með plastpoka og tínur að vopni

Smellið hér til að skrá í Hreinsunardaginn