Mjög mikil fjölgun hefur verið á golfæfingar hjá Keili í vetur. Nú er svo komið að yfir 150 einstaklingar á aldrinum 5 ára til afrekskylfinga eru að æfa golf.

Að því tilefni hefur Keilir ákveðið að skipta frá Nóra yfir í Sportabler.

Sportabler er nýtt forrit/app í símann fyrir unga kylfinga og foreldra þeirra í barna- og ungmennastarfi og kylfinga í afreksstarfi Keilis.

Appið auðveldar öll samskipti og skipulag flokka í almennu starfi og í keppnishópum Keilis við þjálfun og æfingar.  Allar upplýsingar um barna og ungmennastarf og afreksstarf Keilis munu fara fram á Sportabler. Öll samskipti á Facebook og Messenger munu heyra sögunni til.

Hugbúnaðurinn er þróaður í samvinnu með þjálfurum og íþróttafélögum á Íslandi.

Nánari upplýsingar er að finna inn á Um íþróttastarfið á Keilir.is