22/06/2022

Þá er komið að stærsta móti sumarsins Meistaramót Keilis 2022.

Þá er komið að stærsta móti sumarsins Meistaramót Keilis 2022.

Eftir talsverðar breytingar á mótahaldinu í fyrra sem fengu mjög góðar undirtektir í viðhorfskönnun Keilis þá höfum við ákveðið að halda ótrauð áfram með sama leikfyirkomulag á mótinu.

Það verður aftur niðurskurður eftir þrjá hringi í völdum flokkum og komast 12 efstu og jafnir í hverjum flokki í gegnum niðurskurðinn, nema að kylfingar séu 10 höggum eða minna frá fyrsta sæti.

Lokadagurinn mun síðan fara fram 9. júli og verður það sannkallaður úrslitadagur þar sem spennan í öllum flokkum mun ná hámarki og verður gaman að fylgjast með hverjum flokknum á fætur öðrum koma inn 72. holuna og leika til úrslita.

Vinsamlegast smellið á mynd, þar sést hvaða flokkar leika 4 hringi og eru með niðurskurð. Þeir flokkar eru merktir með dökkgrænum kassa við laugardaginn 9. júlí.

Skráning hófst 20. júní síðastliðinn á golf.is og lýkur henni 2. júlí n.k klukkan 13:00.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag
  • 16/09/2025
    Úrslit ráðin í Bikarkeppni Keilis