14/07/2022

Upplýsingasíða Hvaleyrarbikarsins

Upplýsingasíða Hvaleyrarbikarsins

Kæri keppandi, 

 

 Golfklúbburinn Keilir sem mótshaldari, leggur mikla áherslu á að umgjörð Hvaleyrarbikarsins verði sem best er á kosið. Aðbúnaður keppenda er þar ekki undanskilinn. 

 Öllum keppendum verður boðið í morgunmat fyrir fyrsta keppnisdaginn og verður  hann í boði frá klukkan 06:30-10:00. 

 Í Hraunkoti, æfingasvæði Keilis, verður slegið af grasi fyrir hringina alla daga mótsins og eru æfingaboltar í boði mótshaldara. 

 Keppendur fá teiggjöf fyrir fyrsta keppnisdaginn. 

 Ræst verður út á 1. og 10. teig fyrsta keppnisdaginn og eftir það frá 1. teig. 

 Við viljum vekja athygli keppenda á GLFR appinu þar má nálgast má allar mælingar á vellinu. Við hvetjum keppendur að nýta sér þessa lausn og má nálgast hana í App og play store. Holustaðsetningablöð verða afhent á  teig. 

 Rástímar verða birtir á golf.is kl 14:00 á miðvikudeginum fyrir mót. Á fyrsta keppnisdegi ákveður mótsstjórn röðun í ráshópa en síðan verður raðað út eftir skori. 

 Um leið og úrslit eru kunngjörð verður Hvaleyrarbikarinn afhentur sigurvegurum mótsins.  

 Keppt verður í höggleik og leiknar 54 holur. 

 Keppnisskilmála og aðrar upplýsingar um Hvaleyrarbikarinn má nálgast hér í póstinum. Við hvetjum keppendur að koma vel undirbúna og lesa þetta efni vel fyrir fyrsta keppnisdag. 

Tengill inná keppnisskilmála 

Tengill inná viðbótarstaðarreglur

 

Tengill á skor í beinni

Tengill á rástíma

 

 

 Við hlökkum til að sjá þig og óskum þér velgengni í mótinu.  

 Mótsstjórn Hvaleyrarbikarsins 2022 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær
  • 05/12/2025
    Stjórnarkjör Aðalfundur Keilis