Það voru krefjandi aðstæður sem tóku á móti 124 keppendum á Opna Stjörnugrísmótinu sem haldið var á Hvaleyrarvelli í dag. Vindurinn færðist hratt yfir og ekki auðvelt að skora völlinn við þessar aðstæður.

Það virðist samt sem áður að krefjandi aðstæður henti sumum betur enn öðrum og var árangur nokkra kylfinganna til fyrirmyndar. Fór þar fremst í flokki í höggleiknum reynsluboltinn Þórdís Geirsdóttir úr Keili á 73 höggum og í punktakeppninni var það Guðmundur Marteinsson sem sigrði á 43 punktum.

Önnur úrslit urðu:

Punktar

  1. Sæti – Guðmundur Marteinsson 43
  2. Sæti – Örnólfur Þorvarðsson 39
  3. Sæti – Gissur Jónasson 38  – betri seinni 9
  4. Sæti – Skúli Sighvatsson 38
  5. Sæti – Jón Sveinbjörn Jónsson       37

 

Höggleikur

  1. Þórdis Geirsdóttir 73
  2. Rúnar Geir Gunnarsson 75
  3. Sigurjón Arnarsson 77
  4. Björn Kristinn Björnsson 79 – betri seinni 9
  5. Frans Páll Sigurðsson 79

Næstur holu; 4 hola – Hansína Hrönn Jóhannesdóttir   2,65
Næstur holu; 6 hola – Frans Páll   1,74
Næstur holu; 10 hola –  Stefán Aðalbjörnsson     1,90
Næstur holu; 15 hola –  Óskar Halldórsson  2,50
Lengsta teighögg; 9 hola – Kjartan Jónsson