Fyrsta opna mót sumarsins hjá Golfklúbbnum Keili fór fram í dag. 153 keppendur voru skráðir til leiks og var ræst út frá 07:40 – 14:00 og náðu síðustu holl auðveldlega úrslitaleik Meistardeildar Evrópu. Teiggjafir voru fyrir alla sem tóku þátt í mótinu, Subway máltíð, golfkúlur og drykkur frá ölgerðinni.Veitt voru verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni og fyrir besta skor í höggleik. Einnig voru að sjálfsögðu veitt nándarverðlaun.

Vinningar opna Subway 2015.
1. sæti: 80.000 króna gjafabréf frá Vita ferðum.
2. sæti: 50.000 króna gjafabréf frá Vita ferðum.
3. sæti: 35.000 króna gjafabréf frá Vita ferðum.
4. sæti: 25.000 króna gjafabréf frá Vita ferðum.
5. sæti: 20.000 króna gjafabréf frá Vita ferðum.
Besta skorið: 80.000 króna gjafabréf frá Vita ferðum.
Glæsilegir golfskór í nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins.
Glæsileg nándaverðlaun á 9 braut, næstur holu í 2 höggum.
Verðlaun fyrir lengsta teighöggið á 13 braut.

Golfklúbburinn Keilir þakkar Subway á Íslandi fyrir glæsilegan stuðning undanfarin ár og  einnig keppendum, dómurum og starfsfólki Keilis fyrir að gera daginn ánægjulegan.
Vinningshöfum óskum við til hamingju og er hægt að vitja vinninga á skrifstofu Keilis.

Hér eru svo helstu úrslit mótsins:

1-5 sæti punktar

  1. Hallbera Eiríksdóttir, GR : 41 punktur
  2. Aron Bjarni Stefánsson, GVS : 40 punktar
  3. Ólafur Ágúst Ingason, GK : 39 punktar
  4. Tryggvi Valtýr Traustason, GSE : 38 punktar
  5. Adam Örn Stefánsson, GVS : 38 punktar

1. sæti í höggleik

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR : 67 högg

Nándarverðlaun

Hola 4: Magnús Lárusson, GJÓ : 44 cm

Hola 6: Loftur Ingi Sveinsson, GR : 1,83 m

Hola 9 í öðru höggi: Skúli Friðrik Malmquist, NK : 1,97 m

Hola 10: Ögmundur Kristjánsson, GOS : 221 cm

Lengsta drive á 13: Magnús Lárusson, GJÓ

Hola 16: Sigurður Haukur Sigurz, GR : 1,67 m