Axel Bóasson hélt í dag styrktarmót sitt á Hvaleyrarvelli og tókst það einstaklega vel. Morguninn byrjaði með rigningu og er óhætt að segja að hann hafi “Rignt” duglega fyrir hádegi. En kylfingar létu ekkert stöðva sig og tóku upp regngallan og regnhlífina og spiluðu golf með bros á vör. 66 lið skráðu sig til leiks og mjög margir tóku einnig þátt í púttleik Axel á púttflötinni fyrir neða golfskála Keilis. Einnig verður að geta þeirra sem komu við í dag og tóku í hendina á Axel og óskuðu honum góðs gengis og studdu hann einnig með framlögum. Algjörlega ómetanlegt fyrir Axel og veitir honum mikinn innblástur um að gera vel áfram. Að sjálfsögðu voru veitt verðlaun fyrir árangur í dag. Veitt voru verðlaun fyrir eftirtöld sæti:  1 2 3 4 5 13 23 33 47 54 61 og síðasta sætið og svo að sjálfsögðu nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins. Axel vildi koma eftirfarandi á framfæri og gefum við honum orðið.
“Ég vill byrja að þakka Golfklúbbnum Keili fyrir að styrkja mig um að fá að halda styrktarmótið mitt þetta árið. Þetta gekk rosalega vel og er það auðvitað að þakka starfsfólkinu á vellinum, afgreiðslunni, vallaverðirnir og svo veitingarsölunni. Ég verð líka að fá að þakka fyrir hjálpina frá fjölskyldu minni við aðstoð á mótinu. Án allra þessa einstaklinga hefði þetta ekki gengið svona vel.Svo verð ég að þakka fyrir stuðninginn frá fólkinu sem mættu í mótið, púttleikin og þau sem komu einfaldlega til að styrkja án þeirra væri ég ekki að gera það sem ég elska, að spila sem atvinnumaður og komast á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. Takk kærlega fyrir mig allir saman.”

Hér koma svo úrslit mótsins.
1 Haukur Jónsson 62
2 Oddsstrákar 62
3 Losranblos 62
4 Gollarnir 62
5 Prýðisfólk 63
6 Reglubræður 64
7 Blætis bræður 64
8 Vinir Axels 64
9 Óli palli 64
10 Team Lebron 64
11 Lið 1 65
12 2.deildinn 65
13 Vesen & Vandræði 65
14 Grjónapungur 65
15 E 7 66
16 Kompking 66
17 Coon Ass 66
18 Haltur Leiðir blinda 66
19 ML group 66
20 Múminálfar 66
21 Helgi Húnninn 67
22 Chelsea and Bob 67
23 Two down one to.. 67
24 Longisons 67
25 Vinir DJBJ 68
26 B&B 68
27 S-36 68
28 Tveir Rosalegir 68
29 El_Gringo 68
30 Fagmenn 68
31 Brimnestittirnir 68
32 Ingun Einarsdóttir 68
33 Millarnir 68
34 Goto 68
35 Þór og Dani 69
36 Víkingasveitin 69
37 Þelirnir Þíkátu 69
38 Secret Handshake 69
39 Dúddarnir 69
40 Coach Garðar 69
41 Sleggjurnar 69
42 Tveir úr tungunum 69
43 Sykurpúðar 70
44 Við tveir 70
45 HelHéð 70
46 Nosy 70
47 Biggarnir 70
48 K-34 70
49 H45 71
50 HR. Reglubræður 71
51 BH 2017 71
52 Westside 71
53 Aðdáendur Axel 72
54 Mídas 72
55 Kingpin 72
56 Vestur 72
57 friends 73
58 Léttir 74
59 Fuglar 75
60 PGA 75

Nándarverðlaun.
Hola 4 – Börkur Geir Þorgeirsson 54 cm
Hola 6 – Haraldur Þórðarsson 1,28 m
Hola 10 – Rúnar Freyr 2,34 m
Hola 16 – Arnar Sæbergsson 1,99 m

ATH!
Ef þið eru í verðlaunasæti þá er hægt að láta skutla þeim til ykkar, hafið samband við Bóas Jónsson í síma 856-1230 og hann keyrir þessu upp að dyrum.

Axel og stuðningsfólk hans þakkar öllum þeim sem styrktu hann í kærlega fyrir stuðninginn.

IMG_5478

 

 

 

 

 

Fleiri myndir eru á Facebook síðu Keilis.
https://www.facebook.com/keilirgolf/