04/09/2022

Vel heppnuð Fyrirtækjakeppni

Vel heppnuð Fyrirtækjakeppni

Í gær fór fram Fyrirtækjakeppni Keilis árið 2022. Góð skráning var í mótið og alls tóku 66 lið þátt og nutu allir keppendur sín í rjómablíðunni. Mótið er árlega ein af betri fjáröflunum klúbbsins og viljum við þakka öllum þeim fyrirtækjum sem tóku þátt.

Leikinn var betri bolti og voru veitt glæsileg verðlaun fyrir fyrstu 5 sætin og þar að auki fyrir næstur holu á öllum par 3 holum vallarins. Hafsteinn sá svo um að enginn fór svangur né þyrstur heim.

Úrslit urðu eftirfarandi:

1.Sæti: Veitingasala Keilis – 50 punktar (s9)
2.Sæti: Fjarðarkaup 1 – 50 punktar
3.Sæti: Mannvit 1 – 49 punktar (s9)
4.Sæti: Olís – 49 punktar (s6)
5.Sæti: Efla Verkfræðistofa – 49 punktar

Nándarverðlaun:

4.Hola: Ingvar Reynisson – 157cm
6.Hola:
Stefán Guðjónsson – 98cm
10.Hola:
Stefán Aðalbjörnsson – 155cm
15.Hola:
Sæmundur Oddsson – 188cm

Takk allir sem tóku þátt fyrir frábæran dag!

 

 

 

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag