15/07/2024

Viðburðarríku Meistaramóti lokið

Viðburðarríku Meistaramóti lokið

Það voru 370 manns sem skráðu sig til leiks í Meistaramóti Keilis 2024. Það gekk á ýmsu veðurlega og má með sanni segja að þátttakendur hafi þurft að eiga við veðurguðina í seinni hluta mótsins.

Það voru þau Axel Bóasson og Anna Sólveig Snorradóttir sem stóðu uppi sem sigurvegarar í meistaraflokkum.

Axel setti vallarmet af öftustu teigum á öðrum hring þegar hann lék völlinn á 69 höggum við mjög svo krefjandi aðstæður. Einnig setti Óliver Elí Björnsson glæsilegt vallarmet á teigum  53, enn hann lék þriðja hringinn á 68 höggum í flokki 13-15 ára.

Axel lék hringina þrjá á 3 höggum undir pari eða 213 höggum og Anna Sólveig endaði á 242 höggum.

Við óskum öllum keppendum sem unnu til verðlauna innilega til hamingju með sína sigra og vonumst til að sjá alla aftur á næst ári.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag